Hugmynd af útfærslu klifurveggja fyrir nýtt Klifurhús á Ísafirði.
Fyrsti veggur (ljós grár) er veggur sem hallar lítið, 15-20° og hentar vel fyrir byrjendur en einnig fyrir erfiðara klifur á minni festum.
Annar veggur (gulur) hallar aðeins meira, 30° eða svo og getur hann boðið upp á fjölbreytta erfiðleika á klifri auk þess að gefa kost á úthaldsklifri vegna lengdar hans.
Þriðji veggur (appelsínugulur) er einskonar hellir sem brúar hornið á húsinu. Hellirinn býður upp á brattara klifur hér væri tilvalið að setja smíðuð box á vegginn til að bjóða upp á fjölbreyttari hreyfingar en maður nær að klifra á flötum veggjum.
Fjórði veggurinn (hvítur) er mjög brattur, ca 45°. Hér gefst kostur á því að æfa fingra og kjarnstyrk auk þess að auka fjölbreytileika klifurleiðana.
Dýnur undir veggjunum þurfa að þekja dágott pláss þar sem að fallsvæði brattari veggja er meira. Tilvalið væri að kaupa einfalda bekki til að geta hvílt sig á milli klifurleiða fyrir utan dýnuna.